Lesandi síðunnar sendi fáeinar línur og vísaði í þessa frétt um afdrif Icesave peninganna þar sem segir að innistæður á Icesave reikningum hafi verið notaðar til að endurfjármagna lán Landsbanka. Bréfið er svohljóðandi:
„Allt gott og blessað?
Enginn vildi lána Landsbankanum, enda stefndi hann beint í gjaldþrot. Innlánin voru notuð til að halda bankanum á floti – notuð til að greiða gjaldfallin lán bankans og þannig komið í veg fyrir greiðslufall og gjaldþrot.
Í stað þess að plata útlendinga til að leggja peningana sína í bankann, hefði verið þrifalegra að Björgólfsfeðgar (og Jón Ásgeir) hefðu endurgreitt bankanum eitthvað af því ofsafé sem þeir höfðu fengið „að láni“ frá bankanum.“