Þetta virðist manni vera hæpin niðurstaða. Að breyta hópnum sem var kosinn til stjórnlagaþings í einhvers konar stjórnlagaráð.
Kannski er ekki grundvöllur til að kjósa upp á nýtt til stjórnlagaþingsins – máski kýldi Hæstiréttur hugmyndina kalda með sínum hæpna úrskurði?
En við erum komin býsna langt frá upprunalegri hugmynd.
Það er ljóst að stjórnlagaráðið hefur frekar veikt umboð – og það er auðveldara fyrir Alþingi að hunsa niðurstöður þess en ella.
Stjórnlagaþinginu voru ætluð þau völd að geta vísað tillögum sínum í þjóðaratkvæði. Það var eiginlega sterkasta vopn þess. En er þetta úrræði sem stjórnlagaráðið getur notað?