fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Bíræfnir menn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. febrúar 2011 16:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson auðgaðist á pólitískum samböndum sínum – í gegnum leifarnar af SÍS og í gegnum tengsl sín við Framsóknarflokkinn.

Fræg er ljósmyndin af honum og Finni Ingólfssyni þegar þeir koma út úr Ráðherrabústaðnum, nýbúnir að hreppa Búnaðarbankann.

Brosið á andlitum þeirra segir meira en þúsund orð. Finnur var þá nýbúinn að vera ráðherra og seðlabankastjóri. Hann notaði tímann vel.

Ólafur er að sumu leyti bíræfnastur útrásarvíkinganna. Hann hefur líka sloppið furðu létt frá hruninu, þar sem hann var einn af helstu gerendunum.

Og nú vill hann fá greidda út meira en hundrað milljarða vegna gjaldeyrisbrasks í miðju hruninu.

En græðgin leiðir menn líka út í ógöngur – þetta minnir á hvernig klíkur gróðabrallara í bönkum og fjármálafyrirtækjum lögðust á eitt um að fella gengi íslensku krónunnar.

Það er samt merkilegt hvað sumum er meira annt um peninga en mannorð sitt.

GLPGKQ2V3

Mynd þessi birtist upphaflega í Morgunblaðinu. Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson aka hróðugir burt eftir að hafa hreppt Búnaðarbankann. Myndin er eftir Þorkel Þorkelsson ljósmyndara – og má teljast ein merkasta fréttamynd Íslandssögunnar. Segir meira en þúsund orð um spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig