VIP partíið sem stendur til að halda á skemmtistað sem enginn hefur heyrt nefndan er skemmtilegasta frétt vetrarins.
Viðbrögðin með ólíkindum.
Við erum á tíma þess sem eitt sinn voru kölluð skammdegismál á Íslandi. Þetta var sérstakt hugtak, notað um ákveðna tegund frétta sem tók að birtast síðla vetrar.
Lítil furðuleg mál sem voru blásin upp.
Nema skýringin sé sú að fólk sé á harðahlaupum undan ákveðnu máli og vilji gera allt sem það getur til að þurfa ekki að tala um þið-vitið-hvað.