Ég skýrði frá því að í Kiljunni í kvöld yrði fjallað um Skólaljóðin gömlu sem nú hafa verið endurútgefin.
Ætla að geta þess að Kolbrún og Páll Baldvin sem fjalla um bókina voru rækilega ósammála um hana.
Enda er eru mörg sjónarhorn á bókinn: Valið í hana er mjög íhaldssamt, hún er gefin út 1964 en samt er látið eins og engin formbylting hafi átt sér stað í ljóðlistinni, það eru afar fáar konur í bókinni og í henni er áberandi skortur á ádeilukveðskap – lýríkin er allsráðandi.
En bókin var notuð í skólum um langt skeið og mótaði smekk á ljóðlist – fyrir utan teikningar Halldórs Péturssonar sem voru alls staðar um á löngu tímabili, í blöðum, kennslubókum og barnabókum og jólakortum.
Gamall þulur hjá græði sat, ein af ógleymanlegum myndum Halldórs Péturssonar í Skólaljóðunum.