fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Þörf á skapandi stjórnmálum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. febrúar 2011 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðreyndin er, og það sem má ekki segja, að Vesturlönd eru í bullandi vandræðum og kvíða vegna atburðanna í Líbýu, Egyptalandi, Bahrein og Alsír. Þau horfa með ótta til þess að uppreisnir breiðist víðar út.

Vesturlönd hafa reitt sig á harðstjóra í þessum löndum til að halda þeim mikla mannfjölda sem þar býr í skefjum, til að halda niðri olíuverði, til að tryggja hag Ísraels.

Mubarak var þægur og liðlegur harðstjóri, Gaddafi hefur virkað eins og hálfbrjálaður fantur – en menn hafa samt umborið hann.

David Cameron fór til Kaíró að reyna að ná tengslum við núverandi stjórnarherra þar. Þeir ríkja í umboði hersins. En þetta er sterkur leikur hjá Cameron – og aðrir vestrænir leiðtogar þurfa að vera skapandi í því hvernig þeir nálgast þessa miklu uppreisnarhreyfingu.

Einhvern tíma er hugsanlegt að Saudi-Arabía springi líka. Þar situr forrík og ótrúlega spillt yfirstétt, en undirstéttin er eins og í öðrum löndum á svæðinu fjölmenn, ung að árum og sér lítil tækifæri eða tilgang í lífinu.

Þetta hefur áhrif út um allan heim – eða hvað segið þið um bensínverð sem er stöðugt á uppleið og er þegar þetta er skrifað 223 krónur á lítrann.

libya-420x0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni