Guardian er með beina útsendingu frá Tahrir torgi í Kairó og frá ræðu Mubaraks.
Einræðisherrann virðist ekki ætla að segja af sér – hann vísar í herinn og segir að hann muni standa fyrir breytingum.
Að sér hafi sjálfum tekist að halda virðingu sinni – samt er fullyrt að þetta sé einn mesti rummungsþjófur sögunnar.
Hvernig það fer saman við virðinguna er hulið.
Eftir ræðuna virðist allt ætla að ganga af göflunum á torginu. Fólkið hrópar: „Burt með þig! Burt með þig!“