fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Besti og Samfó í vandræðum vegna niðurskurðar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. febrúar 2011 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mótmælin gegn niðurskurðinum í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum í Reykjavík eru farin að valda nokkurri skelfingu meðal meirihlutans í borgarstjórn.

Eitt af því sem veldur óþægindum er að þeir sem mótmæla mest tilheyra þeim sem ætla má að séu í kjósendahópi Besta flokks og Samfylkingar.

Niðurskurðurinn í grunnskólunum er sagður bitna mest á list- og verknámi, auk þess sem áætlanir um aðgerðir gegn einelti komast í uppnám ef gæsla í skólanum er minnkuð.

Tónlistarskólarnir eru þegar á heljarþröm, aðstaða þeirra er langt í frá að geta talist góð og kennsla hefur þegar verið skert talsvert.

Í leiksskólunum er starfað samkvæmt plani sem felur í sér að segja upp fjölda kvenna sem eru við stjórnunarstörf eða lækka þær í launum. Það mælist illa fyrir.

Niðurskurður á þessum skólastigum hefur verið nokkuð í þagnargildi til þessa, enda hefur skólastjórnendum verið gert að tjá sig helst ekki um þessi mál.

En nú blossar umræðan upp og er vægast sagt óþægileg fyrir Besta flokkinn og Samfylkinguna

Sjálfur hitti ég um daginn frammámann í Besta sem stundi upp við mig að flokkurinn hefði tekið við „þrotabúi“ í Reykjavík.

En málið er að borgarbúar vita ekki hver hin raunverulega staða er. Það þarf að skýra það út þannig að það sé skiljanlegt hverju mannsbarni – og um leið þarf að koma skýrt fram hvaða stefnu er fylgt í niðurskurði.

Borgarstjórinn gæti jafnvel tekið heilan þátt af „Tvímælalaust“ undir þetta og boðið til sín Degi og Oddnýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“