fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Takmörkuð ábyrgð?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. febrúar 2011 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talað um „takmarkaða ábyrgð“ eigenda hlutafélaga.

Takmörkuð ábyrgð felst meðal annars í því að menn geta látið félög fara á hausin og labbað burt eins og ekkert hafi í skorist.

Stundum getur takmörkuð ábyrgð verið réttlætanleg – því skal ekki á móti mælt.

En í tilvikum stærstu eigenda íslensku bankanna er það varla.

Það vill nefnilega þannig til að það voru eigendur bankanna sem fengu stærstu lánin úr bönkunum..

Eins og hefur verð bent á blóðmjólkuðu eigendurnir bankana – það er ein ástæðan fyrir því að þeir féllu.

Takmörkuð ábyrgð getur ekki átt við í þessu tilviki.

Það er ástæða til að taka undir með Birni Þór Sigbjörnssyni sem skrifar í leiðara Fréttablaðsins í dag:

„Það voru ánægjuleg tíðindi þegar spurðist í gær að hreingerningafólkið í gamla Landsbankanum væri fyrir alvöru að meta ábyrgð stjórnarmanna í bankanum á gjörningum sem með öðru leiddu til hruns hans. Pressan varð fyrst til að segja frá því að viðbragða og skýringa stjórnarmannanna, auk bankastjóranna tveggja, á tilteknum málum hafi verið leitað.

Fyrir slitastjórn bankans vakir að kanna hvort efni og ástæða sé til að sækja bætur í vasa stjórnarmannanna. Hvort þeir hafi með athöfnum eða athafnaleysi átt slíkan þátt í falli bankans að þeir beri á því ábyrgð að lögum og geti þurft að gjalda fyrir með eigin aurum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“