fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Merkileg greining

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. febrúar 2011 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig á að bregðast við svonalöguðu? Kannski alls ekki, en ég ætla samt að leggja orð í belg.  Ungur maður hefur sest yfir þættina mína – eða ég veit ekki hvernig hann hefur unnið þetta – og tekið saman einhvers konar lista yfir gesti sem hafa komið í Silfur Egils frá hruni. Einhverjir vinir hans stökkva fagnandi á þetta – þeir sömu og í dag birtu grein þar sem fjármálaráðherra var kallaður Steingrímur Júdas Sigfússon.

Listinn er reyndar athyglisverður – því mér sýnist að stjórnarandstöðuþingmenn eigi greiðari leið í þáttinn en stjórnarþingmenn og að að órólegir stjórnarliðar  eins og Lilja Mósesdóttir og Benedikt Sigurðarson séu líka tíðari gestir en þægu stjórnarþingmennirnir. Á toppnum er enginn þingmaður eða ráðherra úr stjórnarliðinu.

Það hallar semsagt fremur á ríkisstjórnina en stjórnarandstöðuna. Það er kannski eitthvað sem ég þarf að íhuga.

Svo er farið að flokka fólk í vinstri og hægri og þá er komist að þeirri niðurstöðu að 75 prósent séu vinstri menn. Þetta er gert samkvæmt einhvers konar huglægu mat á því hvað er vinstri og hvað er hægri. Hvernig sú lína er dregin veit ég ekki – það er ekki alveg augljóst á tíma þegar við tilheyrum svo mörg hinni víðfemu og illa skilgreindu miðju, og erum kannski í aðra röndina það sem hefur verið kallað pólitísk viðrini?

Eða hvernig er það – er hægt að segja að Sigrún Davíðsdóttir sé sérstök vinstri kona? Eða Andri Geir Arinbjarnarson? Eða þá Vilhjálmur Bjarnason? Eða Þorvaldur Gylfason? Gunnar Smári Egilsson? Marinó G. Njálsson?  Jón Daníelsson? Jóhannes Björn? Eiríkur Bergmann? Hvar ætli mörkin liggi? Ber fólk einhvers konar stimpil, er einhvers staðar hægt að fletta upp hvernig það er skilgreint – eða er þetta bara gamall og grautfúll dilkadráttur?

  1. Sigrún Davíðsdóttir    (9)
  2. Lilja Mósesdóttir    (7)
  3. Ólafur Arnarson    (7)
  4. Gunnar Smári Egilsson    (6)
  5. Andri Geir Arinbjarnarson    (6)
  6. Benedikt Sigurðarson    (6)
  7. Bjarni Benediktsson    (6)
  8. Þór Saari    (5)
  9. Þorvaldur Gylfason    (5)
  10. Eiríkur Bergmann Einarsson    (5)
  11. Eva Joly    (5)
  12. Jón Baldvin Hannibalsson    (5)
  13. Marinó G. Njálsson (5)
  14. Jóhann Hauksson    (5)
  15. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir    (5)
  16. Jóhannes Björn Lúðvíksson    (5)
  17. Agnes Bragadóttir    (5)
  18. Jón Daníelsson    (5)
  19. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson    (5)
  20. Vilhjálmur Bjarnason    (5)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“