Í Kiljunni í kvöld er fjallað um bókina Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson, rithöfund og myndlistarmann. Sigurður, sem er búsettur í Kína, er gestur í þættinum. Þegar hann vann að ritun bókarinnar bjó hann í tíu mánuði í Saigon og kynntist þar fólki – sumt af því fólki sem honum finnst hann hafa þekkt best í borginni var fólk sem átti ekkert sameiginlegt tungumál með honum.
Við kynnumst ungum manni frá Napólí á Ítalíu, Antonio Costanzo, en hann hefur þýtt Hávamál á ítölsku undir heitinu La voce di Odino.
Ólína Þorvarðardóttir segir frá uppáhaldsbókum sínum.
Kolbrún og Páll Baldvin ræða um nýja bók sem fjallar um WikiLeaks. Hún er rituð af blaðamönnum á The Guardian, er nýkomin út bæði á ensku og íslensku.
Þau fjalla einnig um sögulega skáldsögu sem nefnist Pompei og er eftir Robert Harris og bækurnar um Aþenu, en Margrét Örnólfsdóttir hefur skrifað tvær sögur um stelpu með þessu nafni.
Bragi fjallar um rithöfund sem kallaði sig Þóri Bergsson.