fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Sigurður Guðmundsson, Rödd Óðins og WikiLeaks

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. febrúar 2011 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni í kvöld er fjallað um bókina Dýrin í Saigon eftir Sigurð Guðmundsson, rithöfund og myndlistarmann. Sigurður, sem er búsettur í Kína, er gestur í þættinum. Þegar hann vann að ritun bókarinnar bjó hann í tíu mánuði í Saigon og kynntist þar fólki – sumt af því fólki sem honum finnst hann hafa þekkt best í borginni var fólk sem átti ekkert sameiginlegt tungumál með honum.

Við kynnumst ungum manni frá Napólí á Ítalíu, Antonio Costanzo, en hann hefur þýtt Hávamál á ítölsku undir heitinu La voce di Odino.

Ólína Þorvarðardóttir segir frá uppáhaldsbókum sínum.

Kolbrún og Páll Baldvin ræða um nýja bók sem fjallar um WikiLeaks. Hún er rituð af blaðamönnum á The Guardian, er nýkomin út bæði á ensku og íslensku.

Þau fjalla einnig um sögulega skáldsögu sem nefnist Pompei og er eftir Robert Harris og bækurnar um Aþenu, en Margrét Örnólfsdóttir hefur skrifað tvær sögur um stelpu með þessu nafni.

Bragi fjallar um rithöfund sem kallaði sig Þóri Bergsson.

Sigurdur1Gamalt og gott verk eftir Sigurð Guðmundsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið