fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Áhyggjur af dómstólum

Egill Helgason
Mánudaginn 7. febrúar 2011 22:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður lögfræðingafélagsins leggur út af umræðu sem verið hefur um Hæstarétt.

Hann hefur ekkert annað til málanna að leggja en hótfyndni.

Vandinn í lögfræðistéttinni er nokkuð djúpstæður. Hann felst meðal annars í því að nánast allir lögfræðingar á Íslandi eru menntaðir í sama skólanum – sem er upprunninn í gamla Lagaskólanum.

Námið í lögfræðinni var aldrei sérlega akademískt, þetta var utanbókarnám með áherslu á það sem nú kallast lagatækni. Sjálfstæð hugsun var ekki vel séð. Virtir háskólamenn hafa sagt mér að lagadeildin í Háskólanum hafi lengi verið afar léleg.

Lögfræðingar fóru yfirleitt ekki til útlanda í framhaldsnám. Þegar manna þurfti stöður í lagadeildinni og Hæstarétti var kippt þangað inn lögmönnum sem þóttu hafa meiri vigt en aðrir – og líka þeim sem voru vel tengdir.

Þetta mun hafa batnað síðustu árin – aðallega vegna þess að um lagadeild Háskólans eru loksins farnir að renna straumar frá útlöndum. Það hafa meira að segja komið hingað erlendir kennarar.

Annars voru menn heimalningar, skráðir í sinn flokk – það hefur meira að segja tíðkast hérna að í einum og sama lögmanninum rúmist hæstaréttarlögmaður og innheimtumaður.

Það var frægt hvernig innheimtumálum var skipað hér: Valdar lögmannastofur fengu að innheimta stöðumælagjöld, aðrar fengu að rukka inn vangoldin afnotagjöld sjónvarps. Svona gæðum var útdeilt eftir því hvaða flokkum menn tilheyrðu.

Svo er Hæstiréttur gagnrýndur – og þá er eins og það sé meiriháttar goðgá. Samt viðurkenna flestir núorðið að aðferðirnar við að skipa í réttinn eru alveg ómögulegar. Meira að segja bendir sá mælskasti af dómurunum á að alltof miklar annir séu í réttinum – hann hafi of lítinn tíma til að fjalla um mál.

Og það er bent á með sterkum rökum að úrskurðir og dómar sem hann fellir orka oft tvímælis.

Það á til dæmis við um úrskurðinn vegna kosninganna til Stjórnlagaþingsins, fyrir því hafa verið færð mjög sterk rök.

Og það á líka við um dóm sem féll í svokölluðu Glitnismáli í fyrra – eins og sjá má hérna.

Þetta þarf að ræða án þess að beitt sé kjánalegum uppnefnum og kastað fram fullyrðingum eins og þeirri að Hæstiréttur dæmi bara eftir lögunum.

Því lög bjóða upp á ýmsar túlkanir og leiðir – eins og við þekkjum ágætlega Íslendingar. Dómstólar á Íslandi þurfa á næstu árum að glíma við viðamikil, flókin og umdeild mál. Maður hefur satt að segja áhyggjur af því hvernig þeir leysa þessi verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið