Í fljótu bragði sýnist manni að neysluviðmiðin sem kynnt voru af ráðherra velferðar í dag séu til marks um það að Ísland sé óðum að verða láglaunaland.
Þeir eru allavega ansi margir sem eru fyrir neðan þessi viðmið – að maður tali ekki um þegar húsnæðis- og bifreiðakostnaður hefur farið síhækkandi.
Nema viðmiðin séu svona rífleg – en er það nokkuð? Framsetningin á þeim virkar óvenju heiðarleg.
Kannski siglum við einhvern tíma upp úr þessum öldudal. En hættan er sú að við fjarlægjumst nágrannalöndin hvað lífskjör varðar.