fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Undir sama þaki

Egill Helgason
Mánudaginn 7. febrúar 2011 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson talar um að samþykkt þingflokks Sjálfstæðisflokksins á Icesave samningnum eyðileggi „vígstöðu“ flokksins gagnvart ríkisstjórninni.

Þetta er fjarskalega gamaldags hugsun, og einkennilegt að sjá þetta koma frá manni sem talað að hér væri allt ógeðslegt – engar hugsjónir, engin prinsípp, bara valdabarátta.

Maður hélt að stjórnmál ættu að snúast um þjóðarheill, ekki vígstöðu stjórnmálaflokka.

Hins vegar á ekki að gera lítið úr því hversu djúpstæðar deilurnar eru innan Sjálfstæðisflokksins – og þær snúast ekki bara um andúð á ríkisstjórninni, þó hún virðist ráða gerðum sumra frammámanna í flokknum.

Þarna er tekist á um stöðu Íslands í framtíðinni og í raun sér maður ekki betur en að þarna séu að myndast fylkingar þar sem til dæmis Styrmir, Björn Bjarnason og Davíð Oddsson eiga helst samleið með Guðna Ágústssyni úr Framsóknarflokki og Ásmundi Einari Daðasyni úr Vinstri grænum.

Og aftur á móti er talsvert stór hópur úr áhrifamanna í flokknum – og í þingflokknum líka – sem á helst samleið með hægri krötum í Samfylkngunni og hluta Framsóknarflokksins.

Nú veit maður ekki hvað uppgjörið nær langt að þessu sinni, en það er vandséð að þessi öfl eigi heima undir sama þaki – jafnvel þótt í húsinu séu margar vistarverur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum
Undir sama þaki

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið