Með fullri virðingu fyrir öðru þá voru mestu framfarir mannkynsins á síðustu öld á sviði læknavísindanna.
Með tilkomu penicillíns og bólusetninga við ýmsum sjúkdómum sem hrjáðu mannkynið.
Í Guardian er sagt frá þróun bóluefnis sem á að virka gegn öllum tegundum inflúensu. Nú tekur langan tíma að þróa bóluefni gegn hverri nýrri tegund af flensu.
Þetta hljómar vel – og er vonandi ekki of langt inni í framtíðinni.