fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Stjarna sem brann hratt

Egill Helgason
Föstudaginn 4. febrúar 2011 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maria Schneider var stjarna sem skein skært upp úr 1970 en brann hratt.

Hún lék í frægri mynd á móti Marlon Brando, Síðasta tangó í París, í leikstjórn Bertoluccis. Þetta var mynd sem vakti hneykslan, Schneider var kornung, sumum þótti hörmung að sjá þennan gamla karl njóta ásta með henni.

Síðan lék hún í mynd eftir annan frægan ítalskan leikstjóra, sjálfan Antonioni. Myndin hét Farþeginn og mótleikarinn var Jack Nicholson.

Svo var hún í hópi leikenda í mynd sem vakti ógurlega hneykslan, það var Caligula – sem var hálfgerð klámmynd. Hún gafst reyndar upp á myndinni, lét sig hverfa af tökustað og skráði sig inn á geðsjúkrahús í Róm.

Hún var flestum gleymd þegar hún andaðist fyrir nokkrum dögum, 58 ára gömlul, úr krabbameini. En á sínum tíma voru stöðugar fréttir af Mariu Schneider í slúðurdálkum – svona eins og Lindsey Lohan nú. Hún lýsti því yfir að hún væri tvíkynhneigð og átti í vandræðum með eiturlyf.

Og, svona eftir á að hyggja, er ekki slæmt að hafa leikið í myndum hjá meisturum eins og Bertolucci og Antonioni og á móti tveimur helstu leikurum kvikmyndasögunnar, Brando og Nicholson.

Hér er atriði úr Farþeganum, myndin var gerð 1975 – og sýnd í Gamla bíói ef ég man rétt.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=8rqgjDM7s0E&feature=related]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin