Blaðamaðurinn frægi Christopher Hitchens skrifar um kvikmyndin The King´s Speech og segir að sagnfræðin í henni sé tóm þvæla.
Hitchens bendir á að persóna Churchills sé alveg út úr kú í myndinni, enda hafi konungsfjölskyldan – sem er þýsk að uppruna – verið mjög höll undir Neville Chamberlain og griðkaup hans við Þjóðverja, svo mjög að honum var boðið að koma út á svalir Buckinghamhallar eftir fræga ferð hans til Þýskalands.
Hitchens bætir við að þátttaka konungsfjölskyldunnar í því sem hefur verið kölluð „fínasta stund Bretlands“ sé heldur betur vafasöm.
Hér er greinin eftir Hitchens.
Neville Chamberlain með Georgi VI og drottningu hans eftir griðkaupin við Hitler í nóvember 1938. Konungsfjölskyldan var á bandi Chamberlains en ekki Churchils og hlutverk Churchills í myndinni er að stórum hluta skáldskapur.