fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Hvað eru fullveldismál?

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. júní 2013 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að heyra þau orð forsætisráðherra að forseti Íslands fari með fullveldismál.

Í raun er engin hefð fyrir þessu, enda spurning hvað séu fullveldismál og hvernig sé hægt að skilja þau frá öðrum málum?

Er átt við alþjóðasamninga eða utanríkismál almennt?

Sveinn Björnsson skipti sér ekki af því þótt þjóðin gengi í Nató og hér settist að erlendur her, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir héldu sig fyrir utan deilur um þetta – sem svo sannarlega hlýtur að teljast fullveldismál.

Á tíma Kristjáns Eldjárns var samið um inngöngu í EFTA en á tíma Vigdísar um aðild að EES. Hvorugur forsetinn beitti sér í þessum málum.

Eins og segir er afar óljóst hvað sé fullveldismál?

Er íslenska krónan það kannski?

Hún er þess eðlis að hún er hvergi gjaldgeng nema á Íslandi, og þá reyndar bara í ákveðnum viðskiptum.

Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur skrifar grein í síðasta hefti Vísbendingar og reiknar út að krónan kosti þjóðina 80-110 milljarða á ári – og það er miðað við „eðlilegt ástand“.

Er það fullveldismál að halda í þennan gjaldmiðil og þá fyrir hvern?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni