Það er athyglisverð spurning fyrir okkur Íslendinga hvers vegna slík gnægð af þorski er í Barentshafinu.
Fram hefur komið að þorskkvótinn í Barentshafinu fyrir árið 2014 verði 993.000 tonn, eða það leggja fiskifræðingar til. Hafrannsóknastofnun leggur til að 215 þúsund tonn verði veidd af þorski á Íslandsmiðum.
Þorskgengd í Barentshafi hefur verið að aukast mjög mikið. Felast skýringarnar í veiðiháttum eða vistkerfinu í sjónum? Hvað með æti? Það væri gott ef fróðir lesendur síðunnar tjáðu sig um þetta.
Þetta getur líka haft áhrif hér vegna vaxandi framboðs á þorski og lækkandi verðs. Þorskverð hefur farið lækkandi síðustu misseri vegna þessa mikla framboðs og vegna efnahagsástandsins í Evrópu.