fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Hlemmurinn – ekki sérlega aðlaðandi

Egill Helgason
Föstudaginn 31. maí 2013 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega eru fáir staðir í Reykjavík ótútlegri en Hlemmtorg.

Þar var fyrir nokkrum áratugum reist biðstöð fyrir strætisvagna – hús í hryllilegum stíl sem eins og hannaður til að framleiða félagsleg vandamál.

Borgarstjórinn okkar hékk á Hlemminum eftir að skýlið var reist og lifði það af. En það hafa ekki allir gert.

Nú eru uppi hugmyndir um að færa skiptistöð strætisvagna niður þar sem Umferðarmiðstöðin er. Ég veit ekki hvort það er skynsamlegt.

En þá mætti kannski laga Hlemminn aðeins – til dæmis með því að rífa áðurnefnda byggingu.

Á gamalli mynd má sjá hvernig Hlemmtorg leit út áður en húsið var reist. Þetta er ekki svo slæmt á þessum tíma. Stórhýsið við vestanverðan Hlemminn hefur á sínum tíma verið reist af miklum myndarskap – ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki sögu þess, en þarna var Náttúrugripasafnið til húsa um langt árabil við þröngan kost og þarna var bankaútibú sem lagðist af.

Myndina er að finna á síðunni 101Reykjavík, líklega er hún tekin á sjötta áratugnum.

307321_10151312310968727_1490572234_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna