fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Olían og skammtímahagsmunirnir

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. maí 2013 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur og forsetaframbjóðandi, segir að Íslendingar eigi ekki að leita að olíu á Drekasvæðinu – horfa verði á orkumál í hnattrænu samhengi.

En mannkynið stefnir að því að hætta ekki fyrr en búið er að dæla upp síðasta dropanum af olíu.

Allt okkar hagkerfi byggir á olíu – það er nóg fyrir fólk að horfa í kringum sig og spá í allt það sem myndi stöðvast ef ekki væri olían.

Stjórnmálamenn hugsa yfirleitt í kjörtímabilum, það er partur af leiknum – þeir sem reyna að hugsa lengra fram í tímann verða óvinsælir. Það er miklu auðveldara að kaupa skammtímavinsældir en að setja sér erfið langtímamarkmið.

Nú hefur olíuframleiðsla að nokkru leyti færst yfir í olíusanda sem er að finna meðal annars í Kanada, Bandaríkjunum, Rússlandi og Venezúela. Þar er hægt að hafa mikið magn af olíu.

Þess vegna hækkar olían enn ekki meir en raunin er. Það er talsvert af olíu eftir – og mikið af koltvíoxíði sem á eftir að senda upp í andrúmsloftið. Meðan ekki er meiri skortur á olíu er ólíklegt að olíuvinnsla á Drekasvæðinu hefjist. Það gerist varla fyrr en eftir einhverja áratugi.

Jú, kannski eru til þeir Íslendingar sem horfa björtum augum á framtíð Íslands sem olíuríkis.

En eins og Ari Trausti segir er nær að hafa áhyggjur af súrnun hafanna, þiðnun sífrerans og bráðnun íss í norðurhöfum.

Og stefna að því að Ísland verði í fararbroddi í nýtingu og notkun hreinna orkugjafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sverð og skildir íslenskra hagsmuna