Ég er ekki viss um að Ísland sé meira eineltissamfélag en önnur samfélög.
Opinberar persónur þurfa að búast við býsna harðri og óvæginni umræðu annars staðar en hér.
Maður þarf ekki annað en að fylgjast með erlendum fjölmiðlum til að sjá að svona er það.
Og erlendis er algengara að menn segi af sér ef þeir gera glappaskot – eða jafnvel ef þeir eru ekki sáttir við hvernig mál þróast.
Það er býsna fáheyrt á Ísland.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir nefnir Jón Bjarnason og Vigdísi Hauksdóttur sem dæmi um stjórnmálamenn sem hafa orðið fyrir einelti.
Þau voru bæði áberandi á síðasta þingi og vönduðu andstæðingum sínum ekki beinlínis kveðjurnar í ræðu og riti.
Og það er ekkert skrítið að þeim sé svarað í sömu mynt.