fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Sigmundur, Vigdís og jafnréttið

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. maí 2013 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð var spurður á Sprengisandi um jafnræði kynjanna í ríkisstjórninni, þar eru þrjár konur á móti sex karlmönnum.

Hann svaraði með annarri spurningu sem ábyggilega fellur ekki vel í kramið hjá femínistum:

„Á að refsa öðrum fyrir að ég hafi fæðst karlkyns?“

Svo hélt hann áfram:

„Ef menn eru þeirra skoðunar finnst mér að það eigi að benda á það hverjum þeirra ráðherra sem þingflokkurinn kaus ætti að skipta út og hverjum ætti að skipta inn í staðinn.“

Þá var hann eðlilega spurður hvers vegna Vigdís Hauksdóttir væri ekki í ríkisstjórn. Hún hefur sjálf lýst yfir vonbrigðum með það.

Sigmundur svaraði með því að segja að Vigdís væri öflugur þingmaður.

En innan Framsóknarflokksins er sagt að það hafi verið fyrsta prófið á stjórnkænsku Sigmundar hvort honum tækist að halda Vigdísi utan ríkisstjórnar, þrátt fyrir að hún sjálf hafi sótt fast að fá ráðherraembætti sem og mágur hennar, Guðni Ágústsson, sem barðist hart fyrir því.

Þetta tókst Sigmundi – enda mun hann alls ekki hafa viljað Vigdísi inn í stjórnina.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin