fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Þjóðmenning í forsætisráðuneytið

Egill Helgason
Laugardaginn 25. maí 2013 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stjórnarsáttmálanum er nokkuð rætt um þjóðmenningu – og þar er líka talað um húsafriðun.

Þessar áherslur eru greinilega komnar frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyn, því samkvæmt forsetabréfi um skipan ráðuneyta eiga eftirfarandi mál nú að heyra undir forsætisráðuneytið:

„Þjóðmenning, þar á meðal:

Vernd sögulegrar og menningartengdrar byggðar og umhverfis- og skipulagsmál því tengd.

Vernd þjóðargersema.

Minjasöfn, þ.m.t. Þjóðminjasafn Íslands.

Fornleifar.

Húsafriðun.

Varðveislu menningararfsins, þ.m.t. jarðfastra minja og gripa og flutning menn­ingar­verðmæta úr landi og skil þeirra til annarra landa.

Minjastofnun Íslands.

Örnefni.

Bæjanöfn.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Örnefnanefnd.“

Þetta er nýung, þessi mál hafa heyrt undir mennta- og menningarráðuneytið,  en þau eru semsagt tekin af Illuga Gunnarssyni, nýjum menntamálaráðherra. Forsætisráðuneytið er semsagt orðið hálfgert menningarráðuneyti.

Af því tilefni skrifar Sjón á Facebook síðu sína:

„Þránað smér, keytukerald, jarmur í kvæðamanni, bremsufar í ullarnærbrók og lús sem er sprengd milli fingurnagla er með því fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri orðið ‘þjóðmenning’. Mikið held ég að Illugi Gunnarsson sé glaður yfir því að þessi málaflokkur verður hýstur á skrifstofu Sigmundar Davíðs í gamla svartholinu við Lækjargötu.“

 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann