fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar styrkir enn stöðu sína

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. maí 2013 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað vakir fyrir Ólafi Ragnari? spyr Björn Bjarnason.

Nú ekki annað en það að honum hefur tekist að láta líta þannig út að forsætisráðherrann nýji sé handgenginn sér – í rauninni sinn maður.

Og því verður ekki hróflað við Ólafi Ragnari, staða hans hefur aldrei verið sterkari. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná neinum tökum á honum, enda mun Framsókn slá um hann skjaldborg ef með þarf.

Hann getur auðvitað ákveðið að láta það nægja, en hann gæti líka, í ljósi orða sinna um að hann hafi valið Sigmund Davíð vegna málefna, átt það til að minna ríkisstjórnina á kosningaloforðin. Og þá gæti auðvitað kólnað milli hans og Framsóknar.

Því Ólafur Ragnar lítur fyrst og fremst á sig sem mann þjóðarinnar, eins og hefur margoft komið fram.

Ýmsu fleiru hefur hann líka náð fram, eins og til dæmis varðandi utanríkisstefnuna. Hún virðist algjörlega í anda Ólafs Ragnars, með sérstakri áherslu á samskipti við Asíulönd eins og Kína og Indland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann