fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Búið aðildarferli

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. maí 2013 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stjórnarsáttmálanum segir að gert verði hlé á aðildarviðræðum við ESB. Og svo segir að ekki verði haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hef enga sérstaka trú á að þessi atkvæðagreiðsla verði haldin í lengd eða bráð. Stjórnarflokkana langar ekkert í hana.

En nú blasir við hversu illa hefur verið haldið á Evrópumálunum. Sjálfur hef ég margoft sagt að Ísland myndi ekki ganga í ESB í þessari atrennu. Mig minnir að ég hafi fyrst sagt þetta við franska sjónvarpsstöð sumarið 2010.

Ég hef mikið verið skammaður fyrir þetta af evrópusinnum, eins og þessi kenning mín myndi einhvern veginn hafa áhrif á atburðarásina.

En málið er auðvitað dræmur stuðningur við aðildina innan stjórnmálaflokka og meðal þjóðarinnar og hin mikla andstaða gegn Evrópu í stjórnmálaflokkum sem lengi hefur verið nokkur.

Ríkisstjórnin (les: Samfylkingin) kaus að berja höfðinu við steininn og halda áfram aðildarviðræðunum eins og hinn pólitíski veruleiki kæmi málinu ekkert við.

Og því endar þetta svona. Klókara hefði verið að reyna að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna um að setja aðildarviðræðurnar í hægagang miklu fyrr – og þá með fyrirheiti um að hægt yrði að taka þær upp aftur. Sigmundur Davíð stakk upp á þessu strax 2011.

Stóru mistökin voru þó að efna ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ætti að fara í aðildarviðræður strax þegar farið var í þessa vegferð. Það hefði styrkt aðildarferlið – og líklega tryggt að það yrði farið allt til enda.

En pólitísk klókindi og fyrirhyggja voru ekki sterkasta hlið fráfarandi ríkisstjórnarinnar. Og því er þetta veruleikinn:

Ísland fer ekki í ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin