fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Dómsmál sem listgjörningur

Egill Helgason
Mánudaginn 20. maí 2013 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum koma upp mál sem eru svo skrítin og skemmtileg að maður skilur ekki hvernig hlutaðeigandi hafa getað anað út í þau.

Þannig er til dæmis með listamanninn Ásmund Ásmundsson sem hefur stefnt listamanninum Kristin E. Hrafnsson fyrir meiðyrði.

Kristinn skrifaði um Ásmund í blaðagrein:

Ofan á þetta er hann kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna […].“

Forsagan er sú að Ásmundur framdi listgjörning þar sem hann makaði mat á bókina Flora Islandica, en hún inniheldur blómamyndir eftir Eggert Pétursson og var auglýst sem fegursta bók á Íslandi.

Þetta varð mjög umdeilt en Ásmundur hélt sínu striki. Eggert sjálfur kallaði þetta níðingsverk, en margir töluðu máli Ásmundar.

En nú er honum semsagt nóg boðið – eða hvað?

Mann grunar reyndar að dómsmálið sjálft sé einhvers konar listgjörningur hjá Ásmundi, því varla er hann að meina þetta.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin