Stundum koma upp mál sem eru svo skrítin og skemmtileg að maður skilur ekki hvernig hlutaðeigandi hafa getað anað út í þau.
Þannig er til dæmis með listamanninn Ásmund Ásmundsson sem hefur stefnt listamanninum Kristin E. Hrafnsson fyrir meiðyrði.
Kristinn skrifaði um Ásmund í blaðagrein:
„Ofan á þetta er hann kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna […].“
Forsagan er sú að Ásmundur framdi listgjörning þar sem hann makaði mat á bókina Flora Islandica, en hún inniheldur blómamyndir eftir Eggert Pétursson og var auglýst sem fegursta bók á Íslandi.
Þetta varð mjög umdeilt en Ásmundur hélt sínu striki. Eggert sjálfur kallaði þetta níðingsverk, en margir töluðu máli Ásmundar.
En nú er honum semsagt nóg boðið – eða hvað?
Mann grunar reyndar að dómsmálið sjálft sé einhvers konar listgjörningur hjá Ásmundi, því varla er hann að meina þetta.