fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Stigið á tær

Egill Helgason
Sunnudaginn 12. maí 2013 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður sýnist manni að margt í umræðunni um skýrslu Samráðsvettvangsins ætli að fara út í þras og skæklatog.

Skýrslan er að mörgu leyti aðdáunarverð, sökum þess ekki síst að þarna er stigið á margar tær.

Og þess vegna munu margir leggjast í vörn og eru þegar byrjaðir að því.

Því fer auðvitað fjarri að þarna sé einhver endanlegur sannleikur, en rauði þráðurinn í þessu er viðleitni til að gera Ísland betur samanburðarhæft alþjóðlega.

Að draga aðeins úr íslensku sérstöðunni sem felst í alls kyns höftum og sérlausnum.

Því hefur verið haldið fram að þetta sé plagg sem sé runnið undan íslenskri valdastétt til að viðhalda ríkjandi ástandi.

En ekkert er fjær sanni, þarna eru nefnilega ýmsir hlutir sem þvert á móti ganga gegn ríkjandi valdakerfum: Þarna er stungið upp á nýjum leiðum í skólastarfi, í beislun orkunnar, í ferðaþjónustu, í fjármögnun og tilhögun rannsókna, í ríkisfjármálum, varðandi sameiningu sveitarfélaga og stofnana, rafræna þjónustu, í tollamálum og skattheimtu.

Í sumum tilvikum er einfaldlega um það að ræða að toga Ísland inn í nútímann – og betur inn í alþjóðasamfélagið – og þarna er margt býsna róttækt miðað við hérlendar venjur. Það þætti ansi djörf ríkisstjórn sem færi fram með þessi markmið.

Og þess vegna óttast maður að framtakið verði kjaftað í kútinn á forsendum eins og þetta komi ekki frá réttum aðilum eða að formið sé einhvern veginn ekki rétt , eða þá að einhverjir hagsmunahópar fari á stúfana og reyni að slátra þessu. Það væri sorglegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin