fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Hverslags frelsi?

Egill Helgason
Föstudaginn 10. maí 2013 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netheimar eru í nokkru uppnámi vegna þeirra ummæla formanns Heimdallar að hún trúi því að sjálfstæðismenn sjái til þess að „við getum keypt hvítvín með humrinum“.

Nú er þetta skoðun sem er allt í lagi að hafa. Humar er reyndar í huga Íslendinga dæmi um hinn algjöra lúxus – hann er ekki beinlínis á borðum allra landsmanna. Því minnir þetta svolítið á Marie Antoinette drottningu sem á að hafa sagt um Parísarlýðinn – „hví borða þeir ekki kökur?“

En þetta er líka spurning um tímasetningu. Nú er tveir frekar ungir stjórnmálaforingjar úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn að mynda ríkisstjórn. Svo vill til að þeir eru báðir vellauðugir. Líklega þyrfti hvorugur þeirra að vinna handtak það sem eftir er ævinnar – ólíkt flestum Íslendingum sem eru í þeirri stöðu að ef þeir missa úr tekjur í einn mánuð eru þeir í vondum málum.

Sigmundur Davíð og Bjarni Ben eru ræða um mál eins og bága skuldastöðu heimila, lífskjör sem hafa dregist aftur úr nágrannaþjóðum og væntanlega vandann við að greiða skuldir þjóðarbúsins.

Þetta er ekkert grín.

Við hliðina á þessu virkar tal formanns Heimdallar afar léttúðugt – og það á tíma þegar Sjálfstæðisflokkurinn er aftur að komast til valda.

Maður rifjar upp hvernig búsáhaldabyltingin svokölluð hófst í janúar 2009. Þá var fyrsta mál á þingi frumvarp um að leyfa sölu áfengis í búðum. Þetta gekk mjög fram af fólki – það var einfaldlega kolvitlaus tími til að ræða þetta mál.

Annars er merkilegt hvernig fólk hugsar um frelsi. Það er svo oft rætt í tengslum við að leyfa almennari sölu á víni – eða jafnvel á fíkniefnum.

En frelsi getur snúist um margt fleira. Til dæmis eru þær frelsishugmyndir sem lýðræðisfélagið Alda fjallar um að mörgu leyti áhugaverðari en þetta. Þar eru til dæmis pælingar um vinnuna, hvers vegna við vinnum svona mikið – hvort ekki megi stytta vinnudaginn – og hvers vegna starfsmenn eigi ekki meiri hlutdeild í því að stjórna fyrirtækjum.

Það virðist einhvern veginn ekki jafn spennandi og hvort hægt sé að kaupa hvítvínsflösku í Hagkaup fremur en í vínbúðinni sem er við hliðina á, en skiptir auðvitað miklu meira máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin