Þessi ljósmynd er úr hinu gagnmerka Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er eftir Ólaf Magnússon.
Myndin sýnir heyskap á sumardegi í Hljómskálagarðinum.
Hún mun vera tekin á árunum 1937-1940. Á þeim árum voru góðviðrasöm sumur.
Við sjáum í bakgrunni byggðina við Sóleyjargötu – maður tekur eftir því að mörg húsin eru ómáluð. Að öðru leyti er götmyndin ekki ekki mikið breytt.
Nema það vantar trén. Þau uxu ekki fyrr en seinna.
Litli skógurinn, mestanpart birki og reynir, í vesturhluta Hljómskálagarðsins er reyndar nokkuð gamall á mælikvarða borgarinnar. Sjálfur lék ég mér þar þegar ég var lítill strákur.
En hann skyggir auðvitað á útsýni íbúa Bjarkargötu yfir Tjörnina. Þeir hljóta að áskilja sér allan rétt til að grípa til sinna ráða eins og íbúarnir í Rituhólum.