fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Andreotti

Egill Helgason
Mánudaginn 6. maí 2013 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giulio Andreotti, sem er látinn í hárri elli, var margsinnis forsætisráðherra á Ítalíu. Hann varð tákn um hið spillta samfélag sem byggðist upp á valdaskeiði Kristilega demókrataflokksins sem varð mesti valdaflokkur Ítalíu eftir stríðið.

Kerfið byggði á víðfemri klíkustarfsemi. Opinberum embættum var úthlutað eftir reglum klíkusamfélagsins, gríðarleg spilling tíðkaðist í kringum opinberar framkvæmdir, kommúnistar voru sterkir og alls kyns leynifélög á hægri væng börðust gegn áhrifum þeirra. Og svo var það mafían – þetta var blómaskeið hennar.

En Ítalia skrölti samt áfram og í það heila tekið bötnuðu lífskjörin. Ítali dreymdi samt alltaf um að land þeirra yrði laust við spillinguna og óstöðugleikann – eins og ríkin norðar í álfunni.

Andreotti varð forsætisráðherra sjö sinnum á árunum 1972-1992.

Þessu tímabili í sögu Ítalíu lauk með hruni gamla ítalska flokkakerfisins sem hófst árið 1992. Kristilegi demókrataflokkurinn beinlínis lognaðist út af á tíma mani pulite eins og það var kallað, Hreinna handa. Andreotti var sakaður um aðild að ýmsum hneykslismálum, hann hafði reyndar löngum verið orðaður við mafíutengsl – hann var ákærður fyrir að hafa fyrirskipað morð á blaðamanni sem var að rannsaka þessi tengsl. Hann slapp þó að lokum vegna þess hve málið dróst lengi.

Og það var svo kaldhæðnislegt við hinar Hreinu hendur á Ítalíu að helsta afsprengið var Berlusconi, sem að sumu leyti var eins og skrípaútgáfa af gömlu spillingaröflunum. Bara lélegri.

Andreotti var undarlegur maður, en í hinu einkennilega ítalska stjórnmálaumhverfi var hann eins og fiskur í vatni. Andstæðingar hans uppnefndu hann Belzebúb eða Svarta prinsinn. Honum hefði ábyggilega vegnað vel á tíma Machiavellis.

Margaret Thatcher sagði um  hann að hann hefði haft fullkomna andúð á prinsíppum, það hafi verið því líkast að Andreotti þættu prinsíppmenn vera hlægilegir.

Hann gat verið orðheppinn sjálfur, sagði til dæmis eitt sinn, hann var sjálfur frekar lágvaxinn:

„Ég þekki takmarkanir mínar, en þegar ég lít í kringum mig sé ég að ég lifi ekki meðal risa.“

Stjórnmálamaðurinn Licio Lucchesi í kvikmyndinni Guðfaðirinn 3 er byggður á Andreotti, það fer ekki á milli mála. Lucchesi er reyndar myrtur í myndinni og morðinginn hvíslar í eyra hans frægri setningu sem var höfð eftir Andreotti. Andstæðingur hans, kommúnistinn Giancarlo Pajetta (sem ég tók eitt sinn viðtal við í Róm) sagði í umræðum með Andreotti:

Il potere logora. 

Þetta er ekki auðvelt að þýða, en meiningin er að valdið taki burt krafta manns.

En Andreotti svaraði og þetta varð frægt

Il potere logora chi non ce l’ha. 

Valdið tekur kraft þeirra sem ekki hafa það.

Og það er þessi setning sem morðinginn hvíslar í áðurnefndri kvikmynd.

Giulio_Andreotti_morto-620x350

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“