fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Að einfalda málin

Egill Helgason
Föstudaginn 26. apríl 2013 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég lendi mikið í því að þurfa að útskýra íslenska pólitík fyrir útlendingum. Það er ekki alltaf auðvelt.  Maður vill segja satt og rétt frá – og ekki einfalda málin um of.

Ég er ekki sammála Stefaníu Óskarsdóttur sem segir að skýringin á fylgistapi Samfylkingarinnar sé sú að flokkurinn hafi færst meira til vinstri.

Í nokkur ár eftir hrun var Ísland rekið samkvæmt plani frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Stjórnarflokkarnir, sem eru mismikið til vinstri, fylgdu því út í æsar. Þetta gekk svo langt að ekki mátti betur sjá en að Jóhanna og Steingrímur væru uppáhaldsnemendur AGS, þessa höfuðvígis kapítalismans.

Þessu fylgdi meðal annars vilji til að koma til móts við kröfuhafa, endurreisa banka í sem næst óbreyttri mynd, semja um Icesave og tregða við að grípa til róttækra aðgerða til að hjálpa skuldurum.

Það er ekkert sérlega vinstri sinnað, eiginlega þvert á móti – enda hefur vinstri vængurinn verið að margklofna.

Stefán Ólafsson hefur bent á að Samfylkingin geti átt samleið með hugmyndum Framsóknar um skuldaniðurfellingar, enda sé þetta í anda vinstri sjónarmiða.

Framsókn er semsagt ekki að sækja fram með sérlega hægri sinnaða stefnu: Skuldaniðurfellingar og harka í garð erlendra kröfuhafa geta ekki talist vera það. Kannski kann þetta að hljóma eins og pópúlismi – en hægri stefna er það ekki.

Þetta er ekki alveg auðvelt að útskýra. Og svo er ýmislegt sem misskilst.

Til dæmis eru margir að vitna í grein í danska vinstra blaðinu Information þar sem segir að Íslendingar séu aftur að kjósa yfir sig þá sem ollu hruninu.

Þetta er nokkur einföldun. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum ekkert að auka fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn beið afhroð.

Það er Framsóknarflokkurinn sem sækir á. Jú, hann var vissulega í ríkisstjórn frá 1995-2007 þegar búið var svo um hnútana að hrun var óumflýjanlegt.

En í vænlegum þingsætum fyrir Framsóknarflokkinn er ekki einn einasti maður sem sat á þingi á ríkisstjórnarárum Framsóknar.

Menn kunna að spyrja um bakland flokksins, eins og Stefán Jón Hafstein gerði í síðasta Silfri, það er vissulega ástæða til þess.

En þá hljóta menn að líka að horfa til Samfylkingarinnar sem var í notalegu sambandi við marga úr útrásinni. Og það er líka staðreynd að þrír af ráðherrum Samfylkingarinnar í „norrænu velferðarstjórninni“  sátu líka í „hrunstjórninni“: Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Kristján Möller. Skilin voru semsagt nokkuð óljósari en oft er látið í veðri vaka.

Þannig að einhver hefur einfaldað málið dálítið við blaðamann Information.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“