fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Formaður Samfylkingarinnar gegn Stefáni Ólafssyni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. apríl 2013 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkileg rimma er komin upp milli Stefáns Ólafssonar prófessors og Árna Páls Árnasonar formanns Samfylkingarinnar.

Stefán hefur öðrum fremur mælt ríkisstjórninni bót hvað varðar árangur hennar.

En í greinum nýskeð hefur hann ljáð máls á því að hugmyndir Framsóknarflokksins um að laga stöðu skuldara séu ekki alveg ómögulegar.

Hann hefur meira að segja skrifað að það sé nokkuð í anda norrænnar velferðar að reyna að gera eitthvað fyrir skuldsett heimili.

Stefán telur að þarna geti Samfylkingin átt samleið með Framsókn.

Þetta hefur vakið heiftarreiði í herbúðum Árna Páls, þar sem greinilega ríkir mikil taugaveiklun.

Í dag skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir, helsti aðstoðarmaður Árna, grein um Stefán á Eyjuna. Greinin er mjög stóryrt, þar segir að Stefán hafi talað af miklum krafti fyrir Framsókn í kosningabaráttunni – og að hann hafi límt trúverðugleika sinn við hann.

Stefán er vanur að verjast skeytum frá hópi sjálfstæðismanna sem þolir hann ekki. En yfirleitt fær hann ekki skeyti úr þessari átt – hvað þá að honum sé borið á brýn að „hunsa fræðilegar kröfur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“