Maður trúir varla fréttum eins og þessari – um þjónustugjöld bankanna.
Hér segir að tekjur af þeim hafi verið 24,6 milljarðar króna á síðasta ári.
Það er ótrúleg fjárhæð sem er plokkuð af notendum bankaþjónustu með þessari gjaldheimtu.
Mætti jafnvel tala um rányrkju í þessu sambandi.
Það er heldur ekki eins og fólk eigi val. Einu sinni gat það fengið útborgað í peningum og geymt þá undir kodda.
Nú fara allar launagreiðslur í gegnum banka og enginn fær þrifist í samfélaginu nema hann hafi kort og borgi allt sitt í gegnum bankann.