fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Litla viskíflöskumálið

Egill Helgason
Mánudaginn 22. apríl 2013 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er besta að skýra málið fyrst Vísir er farinn að slá þessu upp. Svona til að leiðrétta villu sem er í fréttinni – og er að sönnu upprunnin hjá mér.

Ég sagði í Silfrinu í gær að við Steingrímur J. hefðum veðjað um viskíflösku í kosningum, ég sagði að VG yrði undir 10 prósentum í kosningunum, Steingrímur sagði að flokkurinn yrði yfir tíu prósentum.

Í þættinum sagði ég að þetta hefði verið í kosningunum 2007.

En ártölin eru aðeins farin grautast saman hjá mér eftir langan tíma í pólitískri umfjöllun.

Hið rétta er að þetta var í kosningunum 2003. Þá fékk VG 8,8 prósent – og ég vann veðmálið.

Man reyndar að þetta veðmál, sem var gert í tómu gríni og léttúð, varð til eftir útsendingu á Skjá einum. Þar var ég fram yfir kosningarnar 2003.

Svo á kosninganóttina man ég eftir því að hafa gengið við á kosningafögnuði VG sem var í Iðnó. Þar var ekki sérlega glatt á hjalla. En ég hugsaði með mér að ég hefði unnið viskíflösku.

Hana fékk ég aldrei, en það skiptir engu máli. Mér finnst viskí vont og dettur ekki í hug að drekka það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið