Sigurveig kona mín er einhver snallasti makkarónubakari sem um getur.
Þetta eru ekta makkarónur að frönskum hætti – eins og eru seldar í fínustu kökubúðum í París.
Það er ekki alveg einfalt að baka makkarónur svo þær verði fallegar – en hjá Sigurveigu er útkoman oft fjarska listræn.
Hér eru til dæmis afskaplega sumarlegar makkarónur, eins og margar litlar sólir.
En það má sjá fleiri útfærslur á bloggsíðunni hennar.