fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Eyjan

Skoðanakannanir og skoðanamótun

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. apríl 2013 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég skrifaði í gær, í pistli sem var heldur þunnur, að það vantaði fleiri skoðanakannanir. Jú, maður áttar sig ekki alveg á hinni pólitísku stöðu eftir sviptingar síðustu viku.

Eyjólfur Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki í Osló, gerði litla athugsemd sem á mikinn rétt á sér:

„Þetta kemur allt í ljós á kjördag eða daginn eftir. Allar þessar kannanir eru til óþurftar.“

Ég þekki ekki nógu vel sögu skoðanakannana á Íslandi – hvenær var fyrsta skoðanakönnunin gerð fyrir þingkosningar?

En víst er að nú er yfirleitt enginn skortur á skoðanakönnunum. Þær eru aðalumræðuefnið fyrir kosningar og fylla mikið pláss í fjölmiðlum.

Sums staðar þekkist reyndar að banna skoðanakannanir í ákveðinn tíma fyrir kosningar. Þetta hefur oft verið rætt hér á landi. Það fer náttúrlega ekki á milli mála að skoðanakannanir geta verið afar skoðanamótandi – og haft stór áhrif á úrslit kosninga.

Í breytingatillögu menntamálaráðherra við fjölmiðlalög sem var lögð fram á Alþingi í fyrra voru ákvæði um að óheimilt væri að birta skoðanakannanir á kjördag og daginn fyrir kjördag.

Þetta varð nokkuð umdeilt – og málið fór ekki í gegn.

En eftir því sem ég kemst næst fáum við skoðanakannanir á morgun – fleiri en eina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið