fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Kosningarnar snúast um Framsókn

Egill Helgason
Föstudaginn 5. apríl 2013 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt annað er rætt á þessum morgni en skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þar vantar Framsóknarflokkinn aðeins einn þingmann til að fá hreinan meirihluta á Alþingi.

Á sama tíma birtist stórkemmtilegt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Fréttatímanum undir yfirskriftinni Næsti forsætisráðherra?

Og jú, fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann verði það.

Þetta er nokkuð óvenjulegur stjórnmálaferill. Sigmundur varð fyrst þekktur sem fréttamaður og spyrill í Kastljósi, vakti svo þjóðarathygli fyrir skoðanir sínar á skipulagsmálum, en var svo nánast kippt inn af götunni til að verða formaður Framsóknarflokksins.

Á fjórum árum hans í formannssæti er eiginlega þrennt sem stendur upp úr. Hann veitti minnihlutastjórn Samfylkingar og VG hlutleysi þegar ríkisstjórn Geirs Haarde féll snemma árs 2009. Fljótlega kólnaði þó á milli hans og Jóhönnu og Steingríms – má næstum segja að stríðsástand hafi ríkt þarna á milli á löngu tímabili.

Sigmundur var á móti Icesave-samningum og hann hefur alltaf talað fyrir því að færa niður skuldir fasteignakaupenda. Þar hefur ekki vantað staðfestuna.

Þetta er að skila sér núna og á sama tíma blasir við afar vandræðalegt fylgishrun flokkanna sem eitt sinn áttu að vera turnarnir í íslenskri pólitík, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Samfylkingin gæti endað uppi sem smáflokkur, en ef fer sem horfir verður sá tími liðinn að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti stjórnmálaflokkur landsins.

Skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því í morgun er aðeins á skjön við aðrar kannanir sem hafa birst undanfarið. Kannski stenst hún ekki – það er hugsanlegt – en önnur skýring gæti verið að svona mikil sveifla sé í átt til Framsóknarflokksins, þ.e. að fylgið fer að hreyfast þangað komi aðrir kjósendur á eftir. Nú eru kosningarnar algjörlega farnar að snúast um Framsókn og það hefur áhrif.

Þetta setur náttúrlega þrýsting á Framsóknarflokkinn. Allt stefnir í að hann leiði næstu ríkisstjórn. Og ef fylgið verður svona mikið verður ekki undan því vikist fyrir flokkinn að standa við kosningaloforðin. Þar verður tæpast nein útgönguleið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi

Óttar Guðmundsson skrifar: Arfleifð Egils í Borgarnesi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin