fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Jú, heimur fer batnandi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. mars 2013 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöld komst ég að því að heimurinn fer batnandi.

Ég fór á leiksýningu í Hagaskóla, gamla gagnfræðaskólanum mínum. Krakkarnir þar hafa sett upp söngleikinn fræga, Konung ljónanna, með tilheyrandi dansi, söng og hljóðfæraslætti.

Þetta er ferlega skemmtileg sýning, það er sungið af innlifun, dansatriðin eru flott og fjölmenn hljómsveit, einungis skipuð nemendum, leikur undir af kunnáttu.

Það er frábært að verða vitni að því að börn og unglingar takist á við slíkt verkefni –  og skili því með svona líka prýði. Maður fer út af sýningunni glaður í bragði.

Og hugsar, þegar maður horfir yfir svæðið, þar sem maður sjálfur eyddi allnokkrum æskuárum:

Okkur, jafnöldrum mínum, hefði aldrei dottið í hug að gera neitt svona metnaðarfullt á þessum aldri. Og við hefðum heldur ekki getað það!

lion_king

Úr sýningu nemenda Hagaskóla á Konungi ljónanna. Krakkarnir leika sjálfir á hljóðfæri, semja dansa og sjá að talsverðu leyti um búninga og förðun. Fyrir utan að leika og syngja.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“