fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Uppreisn gegn Jóni Ásgeiri

Egill Helgason
Föstudaginn 22. febrúar 2013 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sætir tíðindum að Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, taki undir bréf Magnúsar Halldórssonar viðskiptaritstjóra frá því í gær.

Ólafur segir að Magnús sé vandaður blaðamaður og fari ekki með bull. Bréf hans sé gott.

Þetta þýðir einfaldlega að þeir Ólafur og Magnús eru sammála um að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi óeðlileg afskipti af fréttaflutningi 365-miðla – og jafngildir að einhverju leyti uppreisn gegn honum. Það hefur lengi verið talað um þetta í fjölmiðlabransanum – staðfestingin núna er býsna afdráttarlaus.

Ari Edwald, forstjóri 365, segir að Jón eigi fjólmiðlana og hann megi skipta sér af þeim eins og aðrir. Það hefur reyndar verið í gangi feluleikur með eignarhald hans. En þetta er ekki svona einfalt. Þegar eigendur fara að skipta sér af fréttaskrifum eru þeir ekki lengur eins og einhverjir menn úti í bæ – heldur hafa þeir á bak við sig vald til að svipta starfsmenn sína lífsafkomunni, reka þá, lækka í tign eða skerða launin. Það er þrýstingur sem ekki allir standast. En alvöru blaðamenn eiga að hlíta samvisku sinni, ekki eigendum sem eru að passa upp á eigin hag – og vilja nota fjölmiðla í einhvers konar tafli um áhrif, peninga eða völd.

Það er margt ágætt í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Inni á þessum miðlum vinna góðir blaðamenn. En eignarhaldið á báðum fjölmiðlum er til bölvunar. Forsíðuppslættir í Morgunblaðinu bera núorðið flestir einkenni áróðurs – þeir eru settir fram til að hafa bein áhrif á stjórnmála- og valdabaráttuna í landinu. Maður spyr sig hverjir það séu sem skrifa þessar fréttir – þær eru mest í anda þess sem sást á flokksblöðunum í gamla daga, nema nú er látið eins og þetta sé alvöru blaðamennska.

Það getur ekki verið gott fyrir blaðamenn að vinna í slíku umhverfi og því er viss léttir að sjá uppreisn þeirra Magnúsar og Ólafs – sem einmitt eru báðir í hópi bestu blaðamanna á Íslandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið