fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Margar gerðir af íslensku krónunni

Egill Helgason
Föstudaginn 22. febrúar 2013 00:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmtýr Guðmundsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fangar í fáum orðum hinn peningalega veruleika á Íslandi, nefnilega það að þótt við tölum um íslenska krónu eru í raun margar gerðir hennar í gangi:

„Árin 2006 kostaði góður jeppi um 5 milljónir íslenskra króna. Sama ár hafði Jón Jónsson um 5 milljónir í árslaun, þ.e. virði eins jeppa. Í dag kostar sambærilegur jeppi 12 milljónir en nú er Jón Jónsson með 6 milljónir í árslaun. Hvað er í gangi? Jú, blessuð krónan dugar ekki til að skilgreina verðmæti. Þess vegna var tekin upp verðtrygging lána til þess að þeir sem lánuðu fengju jafnvirði lánsins endurgreitt. Núna eru hér í gangi fjórar gerðir af íslensku krónunni. Verðtryggða krónan sem er á lánum, launakrónan, króna fyrir innfluttar vörur og loks nýjasta krónan sem gildir fyrir þá sem koma með erlendan gjaldeyri inn í landið. Þar eru m.a. fyrrverandi útrásarvíkingar. Vandamál heimila sem skulda verðtryggð húsnæðislán er einfaldlega misræmið milli lánakrónunnar og launakrónunnar. Hvernig væri að hafa bara einn gjaldmiðil í landinu? Þá væri ekki þetta Ginnungagap milli lána og launa.

Það vekur þessa vegna bæði undrun og ótta þegar tveir stjórnmálaflokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa lýst því yfir að þeir vilji hanga í krónunni. Ég hef reyndar ekki heyrt nein vitræn rök frá þeim af hverju þeir vilja það.

Fyrir rúmum 30 árum var gerð myntbreyting hér, tvö núll voru tekin af og á þeim tíma var 1 íslensk króna jafngild 1 danskri krónu. Núna er íslenska krónan ekki fimm aura virði.“

Og jú, það er rétt hjá Hjálmari, þetta var 1 á móti 1 árið 1983. Nú er 1 íslensk króna um það bil 4 aurar danskir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið