fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Vantraust Þórs Saari

Egill Helgason
Miðvikudaginn 20. febrúar 2013 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þór Saari leggur fram vantraust á ríkisstjórnarinnar vegna stjórnarskrármálsins.

Frekar þann versta en þann næstbesta, stendur í frægri bók. Þannig gæti Þór verið að hugsa.

Ef vantraustið yrði samþykkt myndi væntanlega taka við starfsstjórn sem myndi ekkert gera með stjórnarskrármálið – hlutverk hennar væri ekki annað en að halda í horfinu fram að kosningum.

Og næst kæmi líklega ríkisstjórn sem væri á móti stjórnarskrárbreytingum eða vildi hafa þær í algjöru lágmarki.

En það er svo spurning hvað restin af stjórnarandstöðunni gerir í þessu máli. Hún hefur verið á móti stjórnarskránni – varla fer hún að samþykkja vantraust vegna vanefnda við að koma henni í gegn?

Það væri svosem ágætt fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn að geta sagt að vinstri stjórnin hafi fallið. En svo getur líka verið gott fyrir þessa flokka að hafa hin óvinsælu Jóhönnu og Steingrím við stjórnvölinn alveg fram að kosningum, fremur eitthvað annað fólk sem vekja ekki jafn heita andúð meðal kjósenda.

Sjálfur leggur Þór Saari til starfsstjórn allra flokka – líklega er enginn sérstakur hljómgrunnur fyrir því.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann