fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Samhljómur

Egill Helgason
Mánudaginn 29. desember 2014 15:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er starf Þorsteins Víglundssonar, fræmkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að koma í veg fyrir að atvinnurekendur þurfi að leggja út meiri peninga. Eða þannig hefur ætíð verið litið á þetta djobb. Ef launahækkanir ber á góma mun maðurinn sem gegnir þessari stöðu alltaf segja að þær komi eiginlega alls ekki til greina.

Hugsalega gæti þó verið ákveðin skammsýni þarna á ferðinni. Sum fyrirtæki hafa ekki efni á að borga hærri laun, en önnur hafa það – og launaskrið er eins og endranær mest í fjármálafyrirtækjum og hjá forstjórum. En þannig er ástatt fyrir hagkerfinu að því verður varla komið á almennilega hreyfingu nema laun hækki almennt.

Helsta skýring þess að hagvöxtur á árinu er miklu minni en spáð var er sú að fólk er einfaldlega blankt – það hefur ekki peninga til að eyða, heldur að sér höndum. Það kemur ekkert á óvart að jólaverslun hafi verið heldur dræm. Margir fara reyndar framhjá íslenska kerfinu með því að kaupa hræódýrar vörur í kínverskum vefverslunum. Það á bara eftir að vaxa.

En Þorsteinn Víglundsson hefur þá skýringu á því að hagur launþega batni ekki að háir skattar hindri efnahagsbatann. Það er athyglisverð kenning. Þorsteinn heldur því fram að engin hægræðing hafi orðið í ríkisrekstrinum.

Þorsteinn virðist, frómt frá sagt, vera að fara þess á leit að ríkið borgi að einhverju leyti fyrir næstu kjarasamninga með því að lækka skatta.

Tvíeykið sem virðist hafa smollið algjörlega saman í fjárlaganefnd og fær að ráða furðu miklu í þessu landi, Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, grípur þetta á lofti.

Guðlaugur segir að þurfi að ganga miklu lengra í að hagræða og forgangsraða í ríkisrekstrinum, en Vigdís segir að „kerfið verji sig með kjafti og klóm“ og noti fjölmiðla óspart í því skyni.

Hvað á Vigdís þar við? Fréttir af vandræðunum í heilbrigðiskerfinu? Jú, vissulega hafa þær verið yfirgnæfandi síðasta árið, en kann það að vera vegna þess að allur almenningur kærir sig ekki um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og vill ekki lækka skatta ef þetta er fórnarkostnaðurinn?

Eitt helsta hlutverk fjölmiðla er að skoða athafnir stjórnvalda og sjá hvernig þær standast gagnrýni. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sterka fjölmiðla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum
Samhljómur

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist