fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Þýski jóladiskurinn

Egill Helgason
Föstudaginn 19. desember 2014 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bílnum er ég að hlusta á þýska jóladiskinn sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Eins og segir um hann, þetta er fyrir tíma crossover – þarna voru jólalög háklassísk eða komin úr sálmabókinni. Upptökurnar eru frá 6. og 7. áratugnum, þarna eru drengjakórar og dísætir sópranar.

Þetta er ekki góð tónlist til að hafa undir stýri. Maður hverfur inn í hálfgerða leiðslu, gleymir sér á ljósum – það er flautað á mann.

Hugurinn leitar aftur í mið-evrópskar borgir, þar sem eru gömul hús og upplýstir gluggar, brakar í snjó, fólk er vel en fallega klætt, ilmur af brenndum kastaníuhnetum og glühwein.

Dálítið annað en íslensk jólalög þar sem er svo oft verið að öskra á mann: JÓOOLLL og JÓOOOLAAA.

Það er tónlist sem er hönnuð til að spila í Kringlunni og Smáralind.

51Q4wMime+L

Á jóladisknum góða frá Deutsche Grammophone syngja meðal annarra Maria Stader, Fritz Wunderlich, Herman Prey, Gundula Janowitz, Irmgard Seefried og Dietrich Fischer-Dieskau. Þetta er mjög þýskt og sætt – svo maður gleymir sér í jólaumferðinni. En það er kannski ekki gott?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?