fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Eyjan

Morgunstéttin, jól 1963

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. desember 2014 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þessari ljósmynd er margháttuð saga. Hún er tekin 1963, fyrir jól, ljósmyndarinn mun vera Jóhann Vilberg, myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur – þeirri merku stofnun.

Í þessu húsi við horn Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis var leikfangabúð, hét einfaldlega Leikfangahúsið. Fólk í jólahugleiðingum er að virða fyrir sér leikföng í glugganum.

Þetta var tími þegar mestöll verslun var í miðbænum – það var enn mýri þar sem Kringlan er. Fleiri leikfangabúðir voru í bænum, Liverpool við Laugaveginn – það nafn var fornfrægt í verslun í Reykjavík. Svo var leikfangabúð á Smiðjustígnum, nálægt horninu við Laugaveg – þar var „hási karlinn“ eins og hann hét meðal barna, seldi mikið af Matchbox-bílum sem voru afar vinsælir.

En aftur að Skólavörðustígnum. Leikfangabúðin þar var í svokölluðu Bergshúsi þar sem Þórbergur Þórðarson bjó og gerði síðar frægt í Ofvitanum.

Svo var þetta allt rifið, en nú er þarna meðal annars Kaffifélagið – þar drekk ég morgunkaffið mitt. Það er farið að kalla svæðið þarna fyrir utan Morgunstéttina.

Það eru ekki hvít jól þarna, en bifreiðin á myndinni – manni sýnist hún vera af gerðinni Ford Taunus.

10850262_10205186556287213_5253398003593643426_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“

Þingmaður Viðreisnar tekur sér leyfi og fer í áfengismeðferð – „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%

Stýrivextir lækka og verða nú 7,5%
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans

Salan á Íslandsbanka gefur tilefni til myndarlegrar vaxtalækkunar Seðlabankans
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni