fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Vetrarstemming í Tjarnargötu

Egill Helgason
Laugardaginn 13. desember 2014 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefnum Svipmyndir úr fortíðinni er að finna þessa dásamlegu vetrarmynd úr Tjarnargötunni. Þetta er póstkort frá 1925, segir á vefnum. Myndin er greinilega lituð eftir á.

Við sjáum að Tjarnarbakkinn er öðruvísi en nú, talsvert þrengri. Snjórinn er líklega nýfallinn, það virðist ekki vera ís á Tjörninni.

Við enda götunnar, þar sem Ráðhúsið stendur nú, eru þrjú hús, samkomuhúsið Báran, Vonarstræti 12, sem stendur nú við Kirkjustræti, og svo er hús sem var flutt út í Litla-Skerjafjörð. Ef ég man rétt var þar um tíma aðstaða þar sem krakkar gátu reimt á sig skauta.

Það er ró yfir þessari mynd og þau eru falleg börnin þarna fremst. Hvergi er vélknúið farartæki að sjá, þótt reyndar sjáist hjólför í snjónum. Það verður að segjast eins og er að ekki hefur bílamergðin fegrað borgirnar okkar.

 

1490830_451490364957437_991088752_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar