fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Lækkandi olíuverð, ástæður þess og afleiðingar

Egill Helgason
Mánudaginn 8. desember 2014 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta hefti Economist er í forsíðugrein fjallað um hvernig olíuiðnaðurinn hefur á stuttum tíma tekið stórfelldum breytingum.

Ekki aðeins hefur olíuverð snarlækkað, úr 115 dollurum á tunnuna í 75 dollara síðan í sumar, heldur er virðast litlar horfur á að verðið hækki aftur í bráð.

Þetta hefur afar slæm áhrif á ríki sem eru ofurháð olíuframleiðslu eins og Rússland, Venesúela og Nígería. Annars staðar geta áhrifin verið góð, að minnsta kosti efnhagslega. Lækkað olíuverð þýðir minni kostnað fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki. Þessum peningum er eytt, en ekki troðið inn í olíusjóði. Verðbólga lækkar og þar með vextir. Seðlabankar heimsins verða kannski örlátari á fé. Þetta getur ekki síst haft þýðingu á svæðum þar sem mikið er flutt inn af olíu, eins og á Evrusvæðinu, í Japan, Indlandi og Tyrklandi.

Í heild sinni hefur þetta jákvæðar afleiðingar, segir Economist.

Skýringin á þessu er annars vegar minni spurn eftir olíu en vænst var, en ekki síður nýjar framleiðsluaðferðir í oíuiðnaði. Nú flæðir olía í Norður-Dakóta og Texas þar sem hún er unnin með því að bora grunnt – eins og gert er eftir jarðgasi. Á ensku nefnist þetta shale.

Þessi aðferð tíðkast aðallega Bandaríkjunum, en hana er hægt að nota miklu víðar í heiminum, frá Kína til Tékklands, eins og Economist orðar það.

Hún hefur í för með sér miklum meiri hreyfanleika í olíuvinnslu, það er hægt að bora ótal holur, allt eftir eftirspurn, í misjafnlega stórum stíl, tæknin er ekki dýr. Sérstaklega ekki sé miðað við hinn ógurlega kostnað sem felst í því að vinna olíu úti á hafi eða upp undir Norðurskautinu. Í núverandi ástandi svarar slík vinnsla ekki kostnaði.

Economist nefnir að fátt geti snúið þessari þróun við nema kannski algjört hrun þjófræðis Pútíns í Rússlandi eða stórstyrjöld í Miðausturlöndum. Menn hafa líka spurt hvort Saudi-Arabar sjái sér ekki hag í að reyna að hækka olíuverðið? En svo virðist ekki vera. Olíukreppan 1973 leiddi til gríðarlegra fjárfestinga sem aftur hafði þau áhrif að framleiðslan stórjókst og verðið lækkaði. Saudar geta framleitt ódýra olíu, og segir Economist, að stefna þeirra sé frekar sú að láta verðið falla með þeim afleiðingum að þeir sem dæla upp olíu með miklum tilkostnaði gefist upp.

 

20141206_cuk400

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi