fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Arnar: Borgun margborgar sig

Egill Helgason
Mánudaginn 1. desember 2014 15:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt einkenni nútímans er hvernig bankar og fjármálastofnanir hafa náð að smeygja sér inn á öll svið þar sem fjármunir skipta um hendur. Núorðið þurfum við öll að leggja launin okkar inn á bankareikninga – ég man þá tíð að fólk gat farið til féhirðis og fengið kaupið borgað út í seðlum. Það þurfti semsagt aldrei að koma í banka.

Nú borgum við færslugjöld fyrir allt sem gert er í bönkum – í sumum tilvikum þurfum við meira að segja að borga fyrir að taka út okkar eigin peninga!

Í raun nær þar ósvífni ákveðnum hápunkti.

Og svo eru það kreditkortin. Við teljum öll að það sé partur af lífsgæðum að vera með þau, en veltum minna fyrir okkur kostnaðinum og hvernig við erum búin að hleypa bönkum í fjármuni okkar í hvert einasta skipti sem við notum fé.

Arnar Sigurðsson skrifar stutta en hnitmiðaða grein um þetta hér á Eyjuna undir yfirskriftinni Borgun margborgar sig:

Þó að sala Landsbankans á Borgun sé undarleg, ættu landsmenn frekar að velta fyrir sér hvað greiðslumiðlun, sem í eðli sínu er færsla úr einum gagnagrunnsdálki í annan, raunverulega kostar. Kaupmenn eru rukkaðir um heiftarlegt prósentuálag, leigu á posavélum og neytendur borga árgjald fyrir kort osfrv. Rúsínan í pylsuendanum er svo gengismunur upp á kr. 4,30 á hverja Evru með svokölluðu ,,MasterCard gengi“! Greiðslumiðlun ætti að kosta eitthvað meira en að senda tölvupóst en þó vart mikið meira.

Arnar birtir þessa mynd til áréttingar:

 

Borgun-borgarsig1

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu