fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Lítið gert úr 1. des

Egill Helgason
Mánudaginn 1. desember 2014 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári heyrir maður kvartað undan því að ekki sé gert meira úr fullveldisdeginum.

Nú sé ég skrifað að það sé ekki gott að við séum farin að halda upp á Halloween, Thanksgiving og Black Friday – en vitum svo ekkert í okkar haus um 1. desember.

Við erum náttúrlega frekar ameríkaniseruð í þessu landi.

Þessi mynd er frá 1. desember 1918, daginn sem Ísland varð fullvalda. Mér hefur alltaf fundist hún fremur dapurleg. Það virkar eins og fólkið standi hnípið kringum stjórnarráðshúsið.

Kannski er það ekki furða, spænska veikin gekk yfir bæinn þessa daga, heimstyrjöldinni fyrri var nýlokið, Katla var nýbúin að gjósa og það hafði verið mikil kuldatíð þetta ár.

Fullveldið var náttúrlega merkilegur áfangi, en myndin ber ekki vott um mikla gleði vegna þess. Það hefur stundum verið reynt að hafa einhver hátíðarhöld 1. desember, en það hefur ekki enst lengi – lengst voru það háskólastúdentar sem héldu samkomur sem voru þokkalega fjölsóttar. Þær urðu reyndar tilefni deilna á tímabili vegna þess að róttækir vinstri menn úr röðum stúdenta lögðu þær undir sig.

 

tumblr_lst1isf4mN1r1vqrq

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB