fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Hvern langar í gamla kengúru?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. nóvember 2014 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góður vinur minn sem veit margt um sögu kalda stríðsins tjáir mér að fram til 1968 hafi birst örfáar málsgreinar í Þjóðviljanum þar sem Sovétríkin voru gagnrýnd. Það tíðkaðist semsagt eiginlega ekki.

Hins vegar var eytt ótal dálksentímetrum í að skammast yfir því hvað væru til sölu margar tegundir af kexi í verslunum.

Þjóðviljanum var í nöp við kaupmenn og honum fannst alveg óþarft að hafa mikið úrval. Það átti heldur ekki að eyða dýrmætum gjaldeyri í innflutning.

En nú lifum við á allt öðrum tímum. Úrvalið er svo mikið að það getur gert mann ringlaðan – sumar vöru koma og hverfa svo jafnskjótt aftur.

Ég hef til dæmis séð dádýrakjöt í búðum í Reykjavík, zebrahestakjöt og kengúrukjöt – allt reyndar gaddfreðið ofan í frystikistu.

Aldrei hefur mér dottið í hug að smakka neitt af þessu. Það er kannski jafn gott, því nú kemur fram í fréttum að heildsala í Garðabæ hefur verið að reyna að selja okkur gamalt kengúrukjöt. Fengið senda kengúru alla leið frá Ástralíu og límt yfir pökkunardaginn.

Hvern langar í gamla kengúru?

 

2014-11-23_12.03.55

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu